Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Wofford Terriers í bandaríska háskólaboltanum, 84-75.

Eftir leikinn er Chattanooga í 6. sæti Southern deildarinnar með fimm deildarsigra og níu töp það sem af er tímabili.

Á 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún Björg 9 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Sigrúnar og Chattanooga er þann 3. mars gegn Furman Paladins.

Tölfræði leiks