Tveimur leikjum 1. deildar karla hefur verið seinkað í kvöld og einum leik frestað. Leikjum Skallagríms og Hauka annars vegar og Hrunamanna og Fjölnis hins vegar hefur verið seinkað til kl. 20:00 þar sem vegir hafa verið lokaðir og eru það enn. Það horfir þó til þess að leiðir opnist fljótlega.

Leik Hamars og Hattar hefur verið frestað þar sem ekki var hægt að fljúga að austan í dag.