Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons unnu Florida Tech í gær í bandaríska háskólaboltanum, 62-55.

Leikurinn var sá síðasti sem Eckerd spiluðu í deildarkeppni tímabilsins, en þær enduðu með 15 deildarsigra og 5 töp á tímabilinu

Á 14 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ragnheiður tveimur stigum og fimm fráköstum.

Næst á dagskrá hjá Ragnheiði og Eckerd er Sunshine State mótið þar sem þær munu mæta Nova Southeastern þann 1. mars.

Tölfræði leiks