Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons lögðu Embry Riddle í gær í bandaríska háskólaboltanum, 83-52.

Leikurinn sá þriðji sem liðið vinnur í röð, en þær hafa það sem af er tímabili unnið sautján leiki og tapað tveimur.

Á 20 mínútum spiluðum skilaði Ragnheiður 8 stigum og 6 fráköstum.

Næsti leikur Ragnheiðar og Eckerd er komandi laugardag 19. febrúar gegn Florida Southern.

Tölfræði leiks