Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves töpuðu í gærkvöldi fyrir Saint Xavier í bandaríska háskólaboltanum, 51-65.

Það sem af er tímabili hefur Cardinal Stritch unnið fimm leiki og tapað tuttugu.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 9 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Orra og Cardinal Stritch er þann 12. febrúar gegn Roosevelt.

Tölfræði leiks