Breiðablik lagði Grindavík í Smáranum í kvöld í Subway deild karla, 104-92. Eftir leikinn er Breiðablik í 7.-9. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Tindastóll og KR á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 16 stig.

Leikurinn var sá þriðji sem að Breiðablik vinnur í deildinni í röð, en áður höfðu þeir lagt nú þann 7. febrúar og KR þann 24. janúar.

Atkvæðamestur fyrir Blika í kvöld var Everage Lee Richardson með 32 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Ekki langt undan honum var Hilmar Pétursson með 26 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar.

Fyrir gestina úr Grindavík var það Ólafur Ólafsson sem dró vagninn með 24 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum. Honum næstur var Ivan Aurrecoechea með 23 stig og 9 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst þann 14. febrúar. Grindavík tekur á móti Val í HS Orku Höllinni á meðan að Blikar heimsækja Keflavík.

Tölfræði leiks