Hollenska körfuknattleikssambandið gaf það út í dag að landslið þeirra myndi ekki taka á móti Rússlandi komandi sunnudag í undankeppni HM 2023, en liðin eru í H riðil með ítalíu og Íslandi.

Liðin áttust við í leik í Perm í Rússlandi í gær þar sem að heimamenn höfðu sigur, 69-80, en seinni leikurinn var á dagskrá í Almere í Hollandi komandi sunnudag 27. febrúar.

Óvíst er hverjar afleiðingar verða vegna þessa útspils Hollands, en fyrir leikinn var Rússland í efsta sæti riðilsins, taplausir eftir fyrstu þrjá leiki sína á meðan að Holland var á hinum endanum, með þrjú töp í þremur leikjum.

Hérna má lesa yfirlýsingu hollenska sambandsins