Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu í dag fyrir Breogan í ACB deildinni á Spáni, 99-82.

Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti deildarinnar með 63 stig, tólf sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 8 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Martins og Valencia í deildinni er þann 5. mars gegn Barcelona.

Tölfræði leiks