Martin Hermannsson og Valencia lögðu Virtus Bologna í kvöld í EuroCup, 83-77.

Eftir leikinn er Valencia í 2. sæti B riðils með níu sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin tveimur stigum, frákasti og fjórum stoðsendingum.

Næsti leikur Martins og Valencia í EuroCup er þann 8. mars gegn Bourg en Bresse.

Tölfræði leiks