Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár, en þetta tilkynnti félagið á Facebook síðu sinni í dag.

Kristófer, sem gekk til liðs við Val frá KR sumarið 2020, mun því leika í rauðu til ársins 2024.

Kristófer hefur skorað 17,3 stig og tekið 12,5 fráköst að meðaltali í leik í liði Vals sem situr í fjórða sæti Subwaydeildar karla.