KR lagði Vestra nokkuð örugglega í kvöld að Meistaravöllum í Subway deild karla, 106-79.

Eftir leikinn er KR í 9. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Vestri er í 11. sætinu með 6 stig.

Atkvæðamestur heimamanna í kvöld var Carl Lindbom með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Honum næstur var Dani Koljanin með 21 stig og 9 fráköst.

Fyrir Vestra var það Nemanja Knezevic sem dró vagninn með 20 stigum og 12 fráköstum. Þá bætti Ken Jah Bosley við 19 stigum og 6 stoðsendingum.

Bæði lið eiga leik næst þann 14. febrúar. Vestri heimsækir Þór í Höllina á Akureyri og KR mætir Tindastól í Síkinu.

Tölfræði leiks