Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola þriggja stiga tap í gærkvöldi fyrir Kent State Golden Flashes í bandaríska háskólaboltanum, 61-64.

Fyrir leik kvöldsins höfðu Ball State unnið síðustu fimm leiki, en þær sitja nú í 4. sæti MAC deildarinnar með sjö deildarsigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á 36 mínútum spiluðum skilaði Thelma Dís 9 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Thelmu og Ball State er þann 16. febrúar gegn Buffalo Bulls.

Tölfræði leiks