Júlíus Orri Ágústsson og Caldwell Cougars máttu þola tap fyrir Felician í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 98-61.

Það sem af er tímabili hefur Caldwell unnið sjö leiki og tapað sextán.

Júlíus var í byrjunarliði Caldwell í leiknum og skilaði á 21 mínútu spilaðri fjórum stigum, þremur fráköstum, þremur stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Caldwell er annað kvöld miðvikudag 23. febrúar gegn Post University.

Tölfræði leiks