Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins máttu þola tap í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í dag gegn Alba Berlin, 76-86.

Hér má sjá það helsta úr leiknum

Jón Axel lék tæpar tvær mínútur í leiknum en komst ekki á blað í stigaskorun.

Alba Berlin hefur verið í úrslitum keppninnar síðustu fimm tímabil. Með sigrinum í dag hafa þeir í tvígang unnið í þessi fimm skipti. Í hitt skiptið var það 2020 sem þeir unnu, en þá var Martin Hermannsson sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaleiksins.

Tölfræði leiks