Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins máttu þola tap í kvöld fyrir Reggio Emilia í FIBA Europe Cup, 79-70.

Leikurinn var sá síðasti sem liðið leikur í annarri umferð riðlakeppninnar, en þeir eru búnir að tryggja sig áfram í átta liða úrslitin, eru í 2. sæti riðilsins, með 3 sigra og 3 töp.

Á 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel tveimur stigum, fjórum fráköstum og tveimur stoðsendingum.

Tölfræði leiks