Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins lögðu Kyiv í kvöld í FIBA Europe Cup, 82-62.

Eftir leikinn eru Merlins í 2. sæti J riðils með þrjá sigra og tvö töp það sem af er annarri umferð riðlakeppninnar.

Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 9 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Síðasti leikur Jóns Axels og Merlins í þessari annarri umferð er þann 11. febrúar gegn toppliði Reggio Emilia.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum: