Íslandsmeistarar Vals kjöldrógu nýliða Grindavíkur í kvöld í Subway deild kvenna, 86-33.

Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 6 stig.

Í lið Grindavíkur vantaði í kvöld þær Heklu Eik Nökkvadóttur og Robbi Ryan. Munaði það um minna fyrir liðið, en þær hafa verið með betri leikmönnum þeirra það sem af er tímabili.

Atkvæðamest í liði Íslandsmeistara Vals í kvöld var Ameryst Alston með 14 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Ásta Júlía Grímsdóttir með 10 stig og 10 fráköst.

Fyrir nýliða Grindavíkur var það Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir sem dró vagninn með 8 stigum, 4 fráköstum og Hulda Björk Ólafsdóttir bætti við 6 stigum og 7 fráköstum.

Grindavík á leik næst komandi miðvikudag 2. mars heima gegn Breiðablik, en Valur ekki fyrr en 9. mars, þegar þær heimsækja Breiðablik í Smárann.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)