Ísland mætir Ítalíu í kvöld í Bologna í undankeppni HM 2023.

Fyrri leik liðanna vann Ísland eftir tvíframlengdan leik síðasta fimmtudag í Ólafssal, 107-102.

Ísland er í góðri stöðu í riðlinum fyrir leik kvöldsins, í öðru sætinu með tvo sigra og aðeins eitt tap þegar að þrír leikir eru eftir.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Hérna er hægt að sjá 12 leikmanna hóp Íslands

Hérna verður lifandi tölfræði úr leiknum

Hérna er heimasíða mótsins