Isaiah Joseph Manderson er kominn með leikheimild með KR í Subway deild karla.

Isaiah er 27 ára, 208 cm framherji frá Bandaríkjunum. Á síðasta tímabili lék hann fyrir Cangrejeros de Santurce í Púertó Ríkó, en áður hefur hann verið á mála hjá félögum í Slóveníu, Sviss, sem og lék hann í fjögur tímabil í bandaríska háskólaboltanum með Texas Tech og South Florida.