Nýr leikmaður KR Isaiah Manderson hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að hafa verið rekinn úti úr húsi í hálfleik í fyrsta leik sínum með félaginu gegn Stjörnunni á dögunum. Því verður hann í banni þegar að KR tekur á móti ÍR í fyrsta leik eftir landsleikjahléið þann 4. mars.

Agamál 52/2021-2022

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Isaiah Manderson, leikmaður KR, sæta eins leiks banns vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og KR í Subwaydeild mfl. kk, sem fram fór þann 17. febrúar 2022