ÍR hefur samið við Gladiönu Avila frá Mexíkó um að leika með liðinu út tímabilið í 1. deild kvenna.

Gladiana er 27 ára framherji, 177 cm á hæð, og á að baki farsælan feril en hún hefur meðal annars átt sæti í landsliði Mexíkó. Hún lék síðast með mexíkóska liðinu Escaramuzas þar sem hún var með 18,4 stig, 5,4 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

ÍR er í öðru sæti 1. deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Ármanns.