Keflavík lagði Breiðablik í kvöld í Subway deild karla, 126-80. Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 14 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hörð Axel Vilhjálmsson leikmann Keflavíkur eftir leik í Blue Höllinni. Hörður átti virkilega góðan leik fyrir Keflavík í kvöld, var nálægt þrennunni með 9 stig, 9 fráköst og 12 stoðsendingar.