Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í Smáranum í Subway deild kvenna, 57-96. Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 10 stig.

Fyrir leik

Liðin höfðu fyrir leik kvöldsins í tvígang mæst áður í vetur. Haukar unnu með 27 stigum, 70-97, þann 23. janúar í Smáranum, en Breiðablik leikinn í Ólafssal þann 13. febrúar, 90-97.

Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld hina bandarísku Michaela Kelly. Munaði það um minna fyrir Blika, en Michaela hefur verið frábær fyrir þær það sem af er vetri, skilað 24 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Michaela ekki hafa verið með vegna samnings sem hún gerði við WNBA lið Indiana Fever um að taka þátt í undirbúningstímabili þeirra. Samkvæmt forráðamönnum Blika fékk liðið að vita þetta í gær, en félagið lítur á þetta sem brot á gerðum samning við leikmanninn.

Gangur leiks

Gestirnir ú Hafnarfirði voru sterkari á upphafsmínútum leiksins. Ná snemma að skapa smá bil á milli sín og heimamanna, en eru 7 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-18. Í öðrum leikhlutanum bættu gestirnir svo enn við forystu sína og voru komnar með 13 stiga forystu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Stigahæst heimakvenna í fyrri hálfleiknum var Telma Lind Ásgeirsdóttir með 9 stig á meðan að fyrir Hauka var Sólrún Inga Gísladóttir með 6 stig, en Haukar komu 10 af 11 leikmönnum sínum á blað í stigaskorun í fyri hálfleiknum.

Segja má að Haukar hafi gert út um leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Með gífurlega öflugum 29-9 leikhluta sigla þær forystu sinni í 32 stig fyrir lokaleikhlutann, 37-69. Eftirleikurinn að er virtist frekar auðveldur fyrir Hauka, sem sigla að lokum heim mjög svo öruggum 39 stiga sigur í höfn, 57-96.

Tölfræðin lýgur ekki

Haukar pössuðu boltann mun betur en Blikar í leik kvöldsins, tapa aðeins 14 boltum á móti 22 töpuðum hjá heimakonum.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest í liði heimakvenna í kvöld var Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með 19 stig, 3 stoðsendingar og þá bætti Birgit Ósk Snorradóttir við 13 stigum og 8 fráköstum.

Fyri Hauka var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Henni næst var Bríet Sif Hinriksdóttir með 18 stig.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst þann 27. janúar. Breiðablik fær Fjölni í heimsókn í Smárann og Haukar heimsækja Njarðvík í Ljónagryfjuna.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)