Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu Holy Family í gærkvöldi í framlengdum leik í bandaríska háskólaboltanum, 71-62.

Það sem af er tímabili hefur Georgian Court unnið átta leiki og tapað ellefu.

Á 19 mínútum spiluðum skilaði Hanna sex stigum, frákasti og stolnum bolta.

Næsti leikur Hönnu og Georgian Court er nú í kvöld gegn Felician.

Tölfræði leiks