Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu Wilmington í gær í bandaríska háskólaboltanum, 74-45.

Leikurinn var samkvæmt skipulagi sá síðasti sem þær spila á tímabilinu, en árangur þeirra í vetur var 13 sigrar og 12 töp.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 7 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næst á dagskrá hjá Hönnu og Lions er CACC mótið sem hefst á þriðjudaginn 1. mars.

Tölfræði leiks