Hamar/Þór vann síðasta leik á móti Aþenu og eru í 7 sæti með 14 stig eftir 13 leiki og geta því jafnað Aþenu að stigum sem er í 5 sæti með sigri.
Fjölnirb tapaði síðasta leik fyrir ÞórAk og eru í 10 og næst neðsta sæti með 4 stig fyrir leikin í dag.
Hjá Hamar/Þór hefur Astaja Tyghter verið að spila vel og er með að meðaltali 29.9 stig, 17 fráköst og 38.9 í framlag í leik í vetur.
Fjölnir hefu mikið af ungum og efnilegum leikmönnum að skipa í sínu liði ber þar að nefna Emmu, Heiði og Stefaníu. En Emma kemur einmitt frá Þór eins og Jóhanna Ýr.
Gangur leiks
Leikurinn byrjaði jafn en svo sigu Hamar/Þór frammúr og unnu fyrsta leikhluta nokkuð auðveldlega 26-15. Fjölnis stelpur náðu að hrista af sér þetta stress sem var í þeim í fyrsta leikhluta og héldu Hamar/Þór í 11 stigum og unnu annan leikhluta 11-14 staðan í hálfleik 37-29 fyrir heimastúlkur.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega og voru bæði lið að láta boltan ganga betur og jafna vörnina. Helst bar til tíðinda þegar Emma leikmaður Fjölnis snéri sig illa á ökkla eftir þriggja stiga skot og kom ekki meira við sögu í leiknum. En hún var stigahæst í liðinu þegar hún fór útaf.
Hamar/þór með 79-58 stiga sigur á Fjölnib í skemmtilegum leik.
Atkvæðamestar
Hjá Hamar/Þór var Astaja í sérflokki með tröllaþrennu 30 stig 12 stoðsendingar og 17 fráköst og 51 í framlag. Næst á eftir henni var Hrafnhildur með 18 framlag og 13 stig 7stoð og 10 fráköst. Lovísa kom svo með 14 stig og 14 framlagspunkta.
Hjá Fjölnib var Matilda stigahæst með 17 stig. Heiður var framlagshæst 11 fr og 9 stig auk 9 fráköst. Emma Hronn var samt þeirra best en hún spilaði bara 2 og hálfan leikhluta en endaði samt með 15 stig 6 fráköst og 15 framlagspukta.
Byrjunnarlið
Hamar/Þór: Astaja, Ingibjörg, Hrafnhildur, Helga, Lovísa.
Fjölnirb: Stefanía, Matilda, Emma, Heiður, Jóhanna.
Eftir leik
Bæði lið eru með mjög unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokks körfubolta.
Hamar/Þór voru ekki fullmannaðar en það kom ekki að sök og sýndu þær flotta spilamennsku. Skiptu vel á öllum skrínum og voru að frákasta vel og leika vel saman sem lið. Margir ungir leikmenn að gera vel og ekki að sjá að þær væru 16 og 17 ári.
Hjá Fjölnib er að sama skapi skipað mörgum ungum leikmönnum sem voru mjög flottar og vantaði augljóslega reynslu því getan er augljóslega til staðar hjá þeim og verður gaman að sjá þessar stelpur í framtíðinni.
Fjölnir er áfram í við botninn en HamarÞór eru sem stendur í 5 sæti deildarinnar eftir leik dagsins.
Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar