Tyrkneska stórliðið Galatasaray er sagt á eftir landsliðsmanninum og leikmanni Antwerp Giants í Belgíu Elvari Má Friðrikssyni samkvæmt Emiliano Carchia blaðamanni Sportando.

Samkvæmt honum munu Antwerp Giants þó ekki vera reiðubúnir að láta Elvar Már af hendi, en hann hefur verið besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili, bæði í BNXT deildinni og í FIBA Europe Cup.

Galatasaray unnu tyrkneska titilinn síðast árið 2013, en ásamt því að leika í tyrknesku úrvalsdeildinni hafa þeir einnig leikið í Evrópukeppnum, nú síðast Meistaradeildinni á síðasta tímabili.