Fjölnir lagði nýliða Grindavíkur í kvöld í Dalhúsum í Subway deild kvenna, 90-66. Eftir leikinn er Fjölnir í 2. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 6 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var um nokkra einstefnu að ræða lengst af í leiknum. Fjölnir leiddi með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-22 og 15 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 44-29.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná gestirnir úr Grindavík aðeins að bíta frá sér. Koma forystu heimakvenna niður í 6 stig fyrir lokaleikhlutann, 63-57. Í þeim fjórða tekur Fjölnir svo öll völd á vellinum, vinna fjórðunginn 27-9 og leikinn að lokum með 24 stigum, 90-66.

Atkvæðamest í liði Fjölnis var Aliyah Mazick með 13 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Þá bætti Dagný Lísa Davíðsdóttir við 23 stigum og 5 fráköstum.

Fyrir Grindavík var Robbi Ryan atkvæðamest með 24 stig, 9 fráköst og Hulda Björk Ólafsdóttir henni næst með 14 stig.

Fjölnir á næst leik þann 20. febrúar gegn Keflavík í Dalhúsum. Grindavík leikur sjö dögum seinna gegn Íslandsmeisturum Vals í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)