Jóhann Þór Grindavík 2019

Grindavík lagði Val í HS Orku Höllinni í kvöld í Subway deild karla, 99-92.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-6. sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Stjarnan. Vegna innbyrðisstöðu er Grindavík í 4. sætinu, Valur 5. sætinu og Stjarnan í 6. sætinu.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi í lokin. Valur var þó betri aðilinn í fyrri hálfleik, leiða með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-25 og 12 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 39-51.

Grindvíkingar ná svo að snúa við taflinu í upphafi seinni hálfleiksins. Með glæsilegum 37 stiga þriðja leikhluta ná þeir að komast í eins stigs forystu fyrir þann fjórða, 76-75. Í lokaleikhlutanum halda þeir svo uppteknum hætti og sigra leikinn að lokum með 7 stigum, 99-92.

Atkvæðamestur fyrir Grindavík í leiknum var EC Matthews með 27 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir Val var það Kári Jónsson sem dró vagninn með 19 stigum og 6 fráköstum.

Valur á leik næst þann 17. febrúar gegn ÍR í Hellinum í Breiðholti. Grindavík leikur degi seinna gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)