Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Kyiv í kvöld í FIBA Europe Cup, 83-70.

Eftir að hafa gert ansi vel í fyrstu umferð riðlakeppni Europe Cup hafa Antwerp ekki unnið leik í annarri umferð fyrr en í kvöld, en sem stendur eru þeir í 4. sæti J riðils með einn sigur og þrjú töp þegar að einn leikur er eftir.

Elvar Már var besti leikmaður vallarins í kvöld. Á tæpum 29 mínútum spiluðum skilaði hann 22 stigum, 3 fráköstum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæstur leikmanna Antwerp í leiknum.

Næsti leikur Elvars og Antwerp í Europe Cup er þann 8. febrúar gegn Reggio Emilia.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik: