Ísland mætir Ítalíu í kvöld í Bologna í undankeppni HM 2023. Fyrri leik liðanna vann Ísland eftir tvíframlengdan leik síðasta fimmtudag í Ólafssal, 107-102. Ísland er í góðri stöðu í riðlinum fyrir leik kvöldsins, í öðru sætinu með tvo sigra og aðeins eitt tap þegar að þrír leikir eru eftir.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Hérna er hægt að sjá 12 leikmanna hóp Íslands

Hérna verður lifandi tölfræði úr leiknum

Hérna er heimasíða mótsins

Elvar Már Friðriksson leikmaður Íslands segir það góðan möguleika fyrir Ísland að sækja annan sigur gegn Ítalíu á æfingu liðsins í morgun og að hann væri spenntur fyrir því að spila fyrir framan ítalska áhorfendur á þeirra heimavelli.