Lið landsliðsmannana Jóns Axels Guðmundssonar, Crailsheim Merlins og Elvars Más Friðrikssonar, Antwerp Giants mætast í gífurlega mikilvægum leik í kvöld í FIBA Europe Cup.

Liðin eru saman í riðil J þar sem að Merlins eru með einn sigur og Antwerp engan eftir fyrstu þrjá leikdaga annarar umferðar keppninnar. Leikið er í fjögurra liða riðlum, en efstir í riðil J eru Reggio Emilia með þrjá sigra og Kyiv eru í öðru sætinu með tvo sigra, en aðeins þrír leikir eru eftir í riðlinum.

Sigur í kvöld því nánast nauðsynlegur fyrir bæði lið, ætli þau sér að komast áfram í keppninni.

Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Hérna er heimasíða mótsins