Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögði topplið Reggio Emilia í kvöld í FIBA Europe Cup, 101-59.

Leikurinn var sá síðasti sem Antwerp leika í öðrum hluta riðlakeppninnar. Eftir leikinn eru þeir í með tvo sigra og fjögur töp, en þar sem aðeins tvö lið komast áfram úr riðlinum og bæði Reggio Emilia og Crailsheim Merlins eru nú þegar komin með þrjá sigra, getur Antwerp ekki komist áfram í næstu umferð.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 10 stigum, 6 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum: