Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants töpuðu í kvöld fyrir Belfius Mons í belgísku BNXT deildinni, 83-71.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 26 í 3.-4. sæti deildarinnar.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar 12 stigum, 5 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Næsti leikur Elvars og Antwerp er þann 20. febrúar gegn Hubo Limburg.

Tölfræði leiks