Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Limburg United í dag í BNXT deildinni í Belgíu, 94-82.

Leikurinn sá síðasti sem liðið leikur í fyrri hluta deildarinnar þennan veturinn, en eftir hann enduðu Antwerp í 4. sæti belgíska hluta deildarinnar. Við tekur sameinuð deild, þar sem að fimm efstu lið belgíska og hollenska hlutans verða saman í deild fram að úrslitakeppni.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Elvar Már 9 stigum, 5 fráköstum og 13 stoðsendingum.

Tölfræði leiks