Einn leikur er á dagskrá í kvöld í Subway deild kvenna.

Haukar taka á móti Fjölni kl. 19:30 í Ólafssal.

Fyrir leikinn er Fjölnir í 2. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Haukar eru í 4. sætinu með 14 stig.

Liðin hafa tvisvar mæst áður í deildinni í vetur og hefur Fjölnir haft sigur í báðum leikjum. Þann 28. nóvember unnu þær með 5 stigum í Ólafssal, 72-77 og svo aftur með 18 stigum í Dalhúsum 5. desember, 77-59.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Subway deild kvenna

Haukar Fjölnir – kl. 19:30