Einn leikur fer fram í Subway deild kvenna í kvöld.

Haukar taka á móti Íslandsmeisturum Vals kl. 18:30 í Ólafssal.

Fyrir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Haukar eru sæti neðar í því 4. með 16 stig.

Liðin hafa í eitt skipti áður mæst í vetur. Þann 12. desember hafði Valur sigur á Haukum í Origo Höllinni, 79-70.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Subway deild kvenna

Haukar Valur – kl. 18:30