Keflavík lagði Grindavík í kvöld í Subway deild kvenna, 85-65. Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Grindavík er sæti neðar í 6. sætinu með 6 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Daniela Wallen leikmann Keflavíkur eftir leik í Blue Höllinni. Daniela var stórkostleg fyrir Keflavík í kvöld með 35 stig, 14 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta, en hún var með 53 framlagsstig fyrir frammistöðuna, sem jafnar það hæsta sem nokkur leikmaður hefur fengið fyrir leik í vetur.