Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap í gær fyrir Central Oklahoma í bandaríska háskólaboltanum, 68-75.

Það sem af er tímabili hafa Fort Hays unnið sextán leiki og tapað fjórum.

Á 11 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni fjórum stigum, frákasti og stolnum bolta.

Næsti leikur Bjarna og Fort Hays er þann 10. febrúar gegn Rogers State.

Tölfræði leiks