Breiðablik lagði Njarðvík með sex stigum í kvöld í Subway deild kvenna, 76-70. Njarðvík er eftir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 8 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð spennandi þrátt fyrir að Breiðablik hafi leitt allan tímann. Aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 18-17. Þökk sé góðum öðrum leikhluta ná heimakonur í Breiðablik svo að vera skrefinu á undan undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik munar 10 stigum á liðunum, 39-29.

Þeirri forystu ná heimakonur í raun og verunni að hanga á út leikinn, en Njarðvík komst aldrei yfir í leiknum. Enn munaði 9 stigum á þeim eftir þrjá leikhluta, 57-48 og að lokum vinnur Breiðablik með 6 stigum, 76-70.

Bæði lið leika næst 13. febrúar. Njarðvík tekur á móti Fjölni í Ljónagryfjunni á meðan að Blikar heimsækja Hauka í Ólafssal.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)


Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 37/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/6 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 11/8 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/9 fráköst/4 varin skot, Anna Soffía Lárusdóttir 5/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 5/4 fráköst, Selma Guðmundsdóttir 0, Elin Lara Reynisdottir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Selma Pedersen Kjartansdóttir 0, Guðrún Heiða Hjaltadóttir 0.


Njarðvík: Aliyah A’taeya Collier 32/11 fráköst/7 stolnir, Helena Rafnsdóttir 16/7 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 12/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Diane Diéné Oumou 2/11 fráköst, Vilborg Jonsdottir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0.