Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Northwet Missouri State í bandaríska háskólaboltanum, 49-57.

Með sigri hefðu Fort Hays unnið deildina sína, en höfnuðu þess í stað sem þriðja sterkasta liðið fyrir úrslitakeppnina sem fer nú af stað seinna í vikunni.

Á 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni fjórum fráköstum.

Næst á dagskrá hjá Bjarna og Fort Hays eru átta liða úrslit deildarinnar sem rúlla af stað komandi föstudag í Kansas City.

Tölfræði leiks