Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola tap fyrir Albany Great Danes í gær í bandaríska háskólaboltanum, 48-61.

Eftir leikinn er Binghamton í 10. sæti American East deildarinnar með einn deildarsigur og tólf töp það sem af er tímabili.

Á 29 mínútum spiluðum skilaði Birna 14 stigum, 7 fráköstum og vörðu skoti, en hún leiddi liðið bæði í stigum og fráköstum.

Næsti leikur Birnu og Binghamton er þann 19. febrúar gegn UMass Lowell River Hawks.

Tölfræði leiks