Birna Benónýsdóttir og Binhamton Bearcats lögðu Hartford Hawks í gær í bandaríska háskólaboltanum, 63-46.

Leikurinn var sá annar sem Binghamton vinna í röð, en þær eru eftir hann í 8. sæti American East deildarinnar með þrjá sigra og tólf töp það sem af er tímabili.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Birna 19 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Birnu og Binghamton er þann 23. febrúar gegn Vermont Catamounts.

Tölfræði leiks