Andrée Fares Michelsson og Rendsburg Twisters lögðu Westerstede í 1.Regionalliga Herren í Þýskalandi um helgina, 73-79.

Eftir leikinn er Rendsburg í 4. sæti deildarinnar með 24 stig, 12 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Andrée 26 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu, en hann var stigahæstur Rendsburg manna í leiknum.

Næsti leikur Andrée og Rendsburg er komandi laugardag 26. febrúar gegn Bramsche.

Tölfræði leiks