Andrée frábær í sigri Rendsburg gegn Cuxhaven

André Fares Michelsson og Rendsburg Twister lögðu Rot-Weiss Cuxhaven í gærkvöldi í 1. Regionalliga Herran í Þýskalandi, 83-67.

Eftir leikinn eru Twisters í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Andrée 21 stigi, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Næsti leikur Andrée og Twisters er þann 19. febrúar gegn Westerstade.

Tölfræði leiks