Fjölnir lagði Breiðablik í kvöld í. Smáranum í Subway deild kvenna, 83-93.
Eftir leikinn er Fjölnir í 3. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 10 stig.
Atkvæðamest fyrir Breiðablik í leiknum var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 19 stig, 13 fráköst og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir bætti við 25 stigum og 6 fráköstum.
Fyrir Fjölni var Aliyah Mazyck frábær með 44 stig, 13 fráköst og 8 stolna bolta. Henni næst var Sanja Orozovic með 23 stig og 5 fráköst.
Bæði lið eiga leik næst komandi miðvikudag 2. mars. Fjölnir tekur á móti Njarðvík í Dalhúsum á meðan að Breiðablik heimsækir Grindavík í HS Orku Höllina.