Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC máttu þola tap í kvöld fyrir Movistar Estudiantes í Leb Oro deildinni á Spáni, 54-72.

Eftir leikinn er Acunsa í 4. sæti deildarinnar með 10 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum skilaði Ægir Þór 8 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Ægis og Acunsa er þann 13. febrúar gegn Juaristi.

Tölfræði leiks