Valur hefur samið við Jacob Calloway um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Jacob er 25 ára, 202 cm bandarískur framherji sem leikið hefur sem atvinnumaður í Sviss, Tékklandi og Kólumbíu síðan hann kláraði feril sinn með Southern Utah Thunderbirds í bandaríska háskólaboltanum 2019.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Vals hefur komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jacob Calloway um að spila með liðinu út tímabilið.Jacob er hreyfanlegur framherji sem er öflug skytta. Eftir hann útskrifaðist úr skóla hefur hann leikið í Sviss, Tékklandi og núna síðast í Kolombiu þar sem var fyrir áramót.Við bjóðum Jacob velkominn til Vals en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum.