Björn Kristjánsson, leikmaður KR, er viðmælandi í níunda þætti af Undir Körfunni. Björn fer yfir leikferill sinn og öll liðin sem hann hefur spilað fyrir, bikar söfnun hjá KR og bestu augnablikin.

Shawn Glover yfirgaf KR fyrir síðustu mánaðamót og Björn kemur inn á viðskilnað Glover við KR liðið. Björn ræðir einnig hvernig stemningin hafi verið hjá KR eftir einvígið gegn Val í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og hvað bjargaði vinskap hans og Kristófer Acox

Listen on Apple Podcasts

Björn svarar einnig spurningum af Subway spjallinu og fer stemninguna í klefanum hjá KR. Ásamt því velur draumalið sitt af samherjum og úrvalslið í Subway-deild karla.

Umsjón: Atli Arason 

Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.