Einn leikur fer fram í fyrstu deild karla í kvöld.

Höttur tekur á móti Haukum kl. 19:15 á Egilsstöðum.

Fyrir leikinn er Höttur í 1. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Haukar eru sæti neðar, með leik til góða, með 24 stig.

Haukar unnu fyrri leik liðanna í vetur og munu því færast upp fyrir Hött vinni þeir í kvöld.

Upphaflega átti leikur kvöldsins að fara fram í gær, en vegna veðurs var ekki flogið til Egilsstaða og var leiknum því frestað um 24 tíma.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Fyrsta deild karla

Höttur Haukar – kl. 19:15

Hérna verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu